Hópar sem við tilheyrum

Að finnst við vera hluti af hópi þarf ekki að vera áþreifanlegt -- við getum talið þá hópa sem við tilheyrum og við getum nefnt þau á nafn sem þykir vænt um okkur.

Markmið

Eftir þetta verkefni munu börnin vita hverjum þau tilheyra. Þau munu einnig verða meðvitaðri um hverjum þau geta treyst þegar á reynir og vitað með hverjum þau vilja styrkja vinaböndin.

Efnviður

  • Tússpennar/ málning
  • (val) annar skapandi efniviður ( húllahringir, sandur, litlir steinar)
  • Verkefnablöð til að dreifa (smelltu fyrir niðurhal)

Leiðbeiningar

  1. Takið fram þann efnivið sem þið ætlið að nota til að búa til hringi. Börnin geta teiknað á blað en það er einnig hægt að nota aðrar skapandi leiðir. Þið getið farið út og notað steina, sand, húllahringi og fleira til að búa til marga hringi. 

  2. Útskýrið verkefnið. Börnin geta tilheyrt nokkrum hópum eins og fjölskyldan, vinir, skólinn, íþróttir, stórfjölskyldan og fleira sem ykkur dettur í hug. Til að hjálpa börnunum að átta sig á hversu mörgum og fjölbreyttum hópum þau tilheyra, þá getið þið látið þau búa til mynd þar sem hringirnir sem þau tilheyra skarast á. 

  3. Fyrst þurfa börnin að merkja sjálfa sig á blaðið (skrifa, teikna, merkja með punkti). Svo er hægt að búa til aðra hringi utan um punktin og merkja þá sem fjölskylda og annan sem skóli og svo framvegis.

  4. Haldið áfram að búa til fleiri og stærri hringi af hópum sem þau tilheyra þangað til að allir hóparnir sem þeim dettur í hug eru komnir á blaðið.

  5. (val) Settu tilfinningar við hópana. Biðjið börnin að setja tilfinningar með hverjum hóp sem þau tilheyra. Eins og hvaða tilfinningu finna þau fyrir þegar þau eru með fjölskyldunni, (ást?) eða í íþróttum (sterk/ur?). Þau geta annaðhvort skrifað orðin eða teiknað tilfinninguna í hringina. Ef börnin eru tilbúin í það geta þau sýnt öðrum teikninguna sýna og útskýrt fyrir þeim.

Samræður

  • Hvernig líður þér þegar þú hugsar um alla þá sem þykja vænt um þig?
  • Ef þig vantar faðmlag eða hjálp við heimalærdóminn hvert gætir þú leitað?
  • Með hverjum getur þú verið þú sjálf/ur, og hvað þarf að gerast svo að þú getir verið þú sjálf/ur með öðrum?
  • Er einhver sem þig langar að vera nánari, hvað gætir þú gert til að verða nánari þeirri manneskju?

Auka

Settu tilfinningar við hvern hóp, spurðu barnið hvaða tilfinningu þau finna fyrir þegar þau eru með hvaða hóp. Þau geta einnig deilt myndunum með öðrum. 

Verkefni búið til af

Patty Freedman
0 Comments

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

About this activity…

Aldur:

SDG:

Stærð hóps:

EQ AREA:

Tími:

5-15 mínútur

DEMO VIDEO: